Vissir þú að það er ekkert te í sumum tepokum?

Drykkurinn te er ekki það sama og te!
Drykkurinn te er ekki það sama og te! mbl.is/

Þegar þú dýfir tepokanum ofan í rjúkandi heitt vatnið býstu við því að bréfið innihaldi rétt magn af tei. En sú er ekki alltaf raunin.

Það er aðeins ef laufin eru af teplöntunni sjálfri sem við getum verið viss um að fá ósvikið te – því tepokinn þinn gæti innihaldið meira af þurrkuðum jurtum. Og allt þetta getur skapað rugling þegar við erum farin að kalla allt „te“ sem við hellum heitu vatni á.

Ef þú vilt vera viss um hvað þú ert að drekka er vert að hafa eftirfarandi bak við eyrað: Til þess að varan geti kallast te verður hún að innihalda þurrkuð lauf af teplöntunni camellia sinensis, en önnur þurrkuð lauf, blóm eða ávextir geta að sjálfsögðu bæst saman við.

Þar sem mismunandi plöntur geyma mismunandi innihaldsefni getur ólíkt te haft mismunandi áhrif – ef það hefur einhver áhrif. Sum efni sem finna má í þykkni teplöntunnar virka sem andoxunarefni, eða þá amínósýrur sem talin eru virka vel við streitu.

Næst þegar þú kaupir te úti í búð skaltu lesa á pakningarnar. Ef þú sérð ekki camellia á innihaldslýsingunni, þá er það ekki te. Orðið te má einnig nota í sambandi við t.d. jurtate sem inniheldur ekki sömu efni og þú finnur í teplöntunni.

mbl.is