Gordon Ramsay lokar öllum veitingastöðum sínum í Bretlandi

Gordon Ramsay
Gordon Ramsay

Gordon Ramsay tilkynnti á twitter í vikunni að hann myndi loka öllum veitingastöðum sínum í Bretlandi vegna Covid-19. Um tímabundna lokun væri að ræða og kæmi í kjölfarið á hertum reglum þar í landi.

Baðst Ramsay afsökunar á þessu en að stefnt væri að því að opna á ný annan desember og sjaldan hefði ríkt jafn mikil eftirvænting eftir gamlárskvöldi enda flestir til í að vera lausir við 2020.mbl.is