Er þetta að koma í stað piparkökuhúsa?

Ný útgáfa af hinum hefðbundnu piparkökuhúsum - nema þessi eru …
Ný útgáfa af hinum hefðbundnu piparkökuhúsum - nema þessi eru byggð úr skinku og osti. mbl.is/ REDDIT/U/DKMACKAY

Það virðist sem nýtt æði hefur rutt sér leið á netheiminum fyrir þessi jólin. En það er ný útgáfa af hinum klassísku piparkökuhúsum – nema þessi eru byggð úr skinku og ostum.

Það er óhætt að fullyrða að matarvenjur landans hafa breyst í tímanna rás. Við erum farin að gera vel við okkur í mat og drykk sem aldrei fyrr og eigum það skilið. Ef þú ert í hópi þeirra sem elska léttan kvöldverð á föstudagskvöldi – hráskinku, osta og jafnvel rauðvín með, þá er þetta nýja trend kannski eitthvað fyrir þig.

Hér eru á ferðinni fullorðinsútgáfa af hinum hefðbundnu piparkökuhúsum, þar sem veggir eru byggðir upp með brauðstöngm, kexi og skinku og smáatriðin leynast í hinum ýmsu ostum, jafnvel möndlum eða hnetum. Allt það besta sem þú getur hugsað þér á ostaplatta. Þeir sem vilja sækja sér meiri innblástur, geta leitað undir orðinu „charcuterie chalet“ á veraldarvefnum.

mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
mbl.is/Instagram
mbl.is