Fjögur sóttvarnaráð sem á alltaf að hafa í huga

Ljósmynd/Colourbox

Gott er að hafa sóttvarnir á hreinu en margir eru hreinlega í ruglinu þegar kemur að einföldum hlutum eins og handþvotti og öðru slíku. Hér eru fjögur góð ráð sem nauðsynlegt er að fara eftir.

Þvoðu og sótthreinsaðu hendurnar. Það er gott að hafa í huga að sýklar og bakteríur eru út um allt. Gott er að vera líka með sótthreinsivökva eða gel í bílnum þannig að þú sért ekki að maka stýrið á bílnum út. Þvoðu hendurnar um leið og þú kemur inn um dyrnar heima hjá þér – ekki fimm mínútum síðar.

Settu innkaupapokana á gólfið, hengdu upp veski og lykla. Það eru sýklar og alls konar óskapnaður á gólfinu og ef þú spáir í það er glórulaust að setja mögulega drulluskítuga poka beint upp á eldhúsbekk. Það sama gildir um veskið þitt. Það á aldrei heima á gólfinu.

Farðu úr skónum. Flest gerum við það um leið og við komum inn en þó eru sumir sem gera það ekki. Sérstaklega þegar veðrið er gott. Gullna reglan er sú að það á aldrei að fara inn í skónum – og ef þú ert í spariskóm skaltu taka þá með í poka og skipta þegar þú kemur á áfangastað. 

Þvoðu hendurnar áður en þú gengur frá matvælunum úr innkaupapokunum og þegar þú ert búin. 

mbl.is