Heltekinn af stórmarkaði

Josh er forfallinn aðdáandi verslunarkeðjunnar Lidl.
Josh er forfallinn aðdáandi verslunarkeðjunnar Lidl. Mbl.is/ Tom Maddick / SWNS

Hann er þekktur í sínum heimabæ sem Hr. Lidl, enda með stórmarkaðinn gjörsamlega á heilanum – og hefur gengið skrefinu lengra en margir aðrir aðdáendur.

Josh Smith er 24 ára, og vægast sagt heltekinn af verslunarkeðjunni Lidl. Hann á smekkfullan fataskáp af fötum merktum fyrirtækinu sem hann klæðist alla jafna á almannafæri, kærustunni sinni, Becky Haigh, til mikillar skammar. Becky tókst þó nýverið að tala Josh ofan af því að fá sér húðflúr með merki stórkeðjunnar, en Josh á til að mynda jogginggalla, sokka, tvö skópör og inniskó í safninu.

Josh keypti nánast allar jólagjafirnar í Lidl og hefur með tímanum náð að sannfæra Becky um að þetta sé hin eina sanna verslun, þó að Becky gangi ekki svo langt að fylla fataskápinn sinn af fötum merktum Lidl. Josh segir verslunina það frábæra að hún hafi allt til alls. Jafnvel hluti sem þú vissir ekki að þig vantaði – en eitt sinn fór hann þar inn eftir kjúkling og kom út með háþrýstidælu sem hann óraði ekki fyrir að hann vantaði fyrr en hann sá græjuna.

Eftir að hann fór að mæta í verslunina íklæddur fatnaði merktum Lidl hafi fólk farið að kalla hann Mr. Lidl. Hann hefur því látið útbúa skilti með yfirskriftinni sem hangir heima hjá þeim Becky, henni til mikillar „ánægju“.

Fataskápurinn hans Josh, einkennist að mörgu leiti af fatnaði merktu …
Fataskápurinn hans Josh, einkennist að mörgu leiti af fatnaði merktu Lidl. Mbl.is/ Tom Maddick / SWNS
Mbl.is/ Tom Maddick / SWNS
mbl.is