Svona gerir þú milljón króna vasa úr krukkum

Tómum glerkrukkum má breyta í tískuvöru fyrir lítinn pening.
Tómum glerkrukkum má breyta í tískuvöru fyrir lítinn pening. Mbl.is/ Facebook

Það má á margan hátt útfæra einföldustu hluti að fallegum skreytingum fyrir heimilið og þær kosta lítið sem ekkert - en líta út fyrir að kosta milljón, eða svona næstum því.

Áströlsk kona deildi því á samfélagsmiðlum hvernig hún tók gamlar krukkur og ílát og breytti þeim fyrir lítinn pening í fallega vasa. Eftir að hafa fjarlægt alla miða og lím af krukkunum, þá málaði hún þær með kalkmálningu. Þannig fékk hún þessa fallegu möttu áferð sem flest allar dýru hönnunarvörurnar skarta í verslunum í dag. Eftir málningarumferð númer tvö, innsiglaði hún krukkurnar með glæru vaxi og skreytti síðan með garni.

Hún segir að verkið krefjist lítils undirbúnings. Eina sem þú þarft að gera er að þrífa ílátin vel og láta þorna áður en þú byrjar að mála. Þú gætir þurft tvær til þrjár umferðir af málningu til að fá fulla þekju.

Mbl.is/ Facebook
mbl.is