Stórmerkilegar staðreyndir um koffínlaust kaffi

Vissir þú að koffínlaust kaffi bragðast alveg eins og annað kaffi ef baunirnar koma frá vönduðum bændum og vissir þú að koffínlaust kaffi fer betur í maga margra og það er upplagt t.d. fyrir ófrískar konur og þá sem vilja takmarka koffínmagn í drykkjunum sínum.

Fólk er misjafnlega viðkvæmt fyrir koffíni og þetta kaffi hentar vel þeim sem vilja njóta þess að drekka úrvalskaffi á kvöldin en hika við það af ótta við að verða andvaka/eiga erfitt með að sofna. 

Koffínlaust kaffi hefur sömu heilsubætandi áhrif og kaffi með koffíni. Það er fullt af andoxunarefnum, er góð vörn fyrir lifur, hjarta og æðakerfi, heilinn í okkur virkar betur og það kemur jafnvel í veg fyrir liðagigt – eða svo segja a.m.k. rannsóknir. 

Maður veltir sér ekki fram og til baka í rúminu til klukkan þrjú að nóttu. 

, og það besta er að taugakerfið fer ekki í flækju af of miklu koffíni þótt drukknir séu margir bollar. 

Kaffibolli með vinum, yfir gómsætum eftirrétti að kldi til, er möguleiki. Þvílík huggulegheit!

Hvernig er kaffi gert koffínlaust? 

Til eru nokkrar aðferðir við að ná koffíni úr kaffibaunum. Sú aðferð sem er notuð á þær kaffibaunir sem Kaffitár selur er oftast kölluð CO2-aðferðin sem kynnt var til sögunnar um 1960. Þessi aðferð ásamt vatnsaðferðinni H2O eru gjarnan kallaðar náttúrulegar aðferðir. 

CO2-aðferðin 

Kaffibaunirnar eru valdar áður en þær eru sendar í vinnslu. Þetta er gert þegar um úrvalskaffi (specialitycoffee) er að ræða. Koltvísýringur (lofttegundin CO2) er frystur undir miklum þrýstingi og þá breytist hann í vökva. Kaffibaunirnar eru látnar mýkjast í vatni og síðan rennt í gegnum vökvann og þá binst koffínið við koltvísýringinn. Kaffibaunirnar eru þurrkaðar og koffínið eimað frá koltvísýringnum og selt til lyfja- og gosdrykkjaframleiðenda. 

Fróðleikur um koffínlaust kaffi 

Þegar kaffi er gert koffínlaust tapast ákveðið bragð eins og t.d. barkandi bragð (bitterness). Koffín er barkandi á bragðið og þegar það hefur verið fjarlægt úr kaffinu verður bragðið oft mildara og mýkra. Koffínlaust kaffi fer oft betur í þá sem eru með viðkvæman maga og/eða magavandamál.  

Það var þýski efnafræðingurinn Friedlieb Ferdinand Runge sem uppgötvaði koffín árið 1820 en vinnsla á koffínlausu kaffi hófst 1903. Í Evrópu þarf 99,9% af kofninu að vera farið úr kaffinu til að hægt sé að kalla það koffínlaust. Í Bandaríkjunum þarf einungis að taka 97% af koffíninu úr baununum til að kaffið geti talist koffínlaust. Við fáum allt okkar koffínlausa kaffi frá Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert