Danska undratyggjóið komið til Íslands

Ljósmynd/Aðsend

Danska ofurtyggjóið True Gum er nú loksins fáanlegt hér á landi en þetta margverðlaunaða tyggjó er sykurlaust, plastfrítt, niðurbrjótanlegt og vegan.

True Gum byrjaði sem lítið start-up-fyrirtæki í Kaupmannahöfn árið 2017 en tyggjóið er í dag selt í mörgum af stærstu stórmörkuðum N-Evrópu. Þótt fyrirtækið hafi vaxið hratt framleiðir það enn allar sínar vörur í verksmiðju rétt fyrir utan Kaupmannahöfn.

Upphaflega kom hugmyndin þannig til að þeim blöskraði að komast að því að flest tyggjó á markaðnum í dag er úr innihaldsefnum sem eru óniðurbrjótanleg, þeim sömu og notuð eru í framleiðslu á plastflöskum og bíldekkjum. Að auki innihalda mörg þeirra einnig önnur gerviefni s.s. litarefni, aspartam og gerviandoxunarefni. Þetta gerir það að verkum að tyggjó sem er hent brotnar ekki niður í náttúrunni, ýmist lendir það í landfyllingum eða það er hreinlega malbikað yfir það.

True Gum ákvað því að taka málin í eigin hendur og úr varð tyggjó með gúmmígrunni úr trjákvoðu sem fæst úr sapodilla-trénu í Mið-Ameríku. Vegna þess að ekki þarf að fella tréð til að fá þessa trjákvoðu telst innihaldsefnið sjálfbært. Þau vildu taka þetta alla leið og þess vegna eru bragðefnin náttúruleg og sætuefni fengin úr plönturíkinu þannig að varan er líka vegan.

True Gum hefur bæði verið tilnefnt til verðlauna fyrir vöruþróun sína og til dönsku hönnunarverðlaunanna í flokknum „umbyltandi vara“ (e. Game changer).

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is