Glæsilegt veitingahús í frönsku fjallaþorpi

Veitingastaður í frönsku fjallaþorpi! Þessi er staðsettur á hótelinu 48°Nord …
Veitingastaður í frönsku fjallaþorpi! Þessi er staðsettur á hótelinu 48°Nord og þykir hreint út sagt stórkostlegur. Mbl.is/Yvan Moreau

Eigum við að skella okkur á glæsilegt veitingahús í frönsku fjallaþorpi? Hljómar sem frábær hugmynd eftir nokkra mánuði eða ár þegar fer að hægjast um í heiminum – en þangað til látum við okkur dreyma.

Veitingastaðinn má finna á vistvænu hóteli er kallast 48°Nord og er í Breitenbach. Hótelið samanstendur af 14 skálum sem mynda eins konar stórgrýti í brekkunni, vegna lögunar sinnar og arkitektúrs. Hér má sjá augljós merki um skandinavískt næmi þar sem eigandinn, Emil Leroy-Jönsson, á ættir að rekja til Frakklands og Danmerkur, en arkitekt hótelsins er norskur. Leroy-Jönsson er sjálfur landslagsarkitekt og fékk hugmyndina að 48°Nord eftir heimsókn til Lapplands. Hann langaði að leyfa gestum að njóta fallegs umhverfis, ganga á fjöllum, synda utandyra og njóta góðs matar – en umfram allt að finna frið og ró.

Hýsin, sem eru fjórtán talsins, eru klædd ómeðhöndluðum kastaníuviði sem er fenginn úr nærumhverfinu. Þar fyrir utan er móttökubygging með glæsilegum veitingastað og heilsulind. Veitingastaðurinn býður upp á rétti úr hráefni frá nærliggjandi býlum, en mikið er um vistvæn fyrirtæki í þorpinu – þar á meðal brugghús, býflugnabú og mjólkurframleiðendur. Því er alltaf það ferskasta á borðum! Veitingastaðurinn er rekinn af matreiðslumeistaranum Frédéric Metzger, sem jafnframt ræktar nánast allt grænmeti á staðnum og þykir staðurinn með þeim betri sem fyrirfinnast í nærliggjandi sveitum.

Fjórtán smáhýsi eru á vegum hótelsins sem mynda skúlptúr í …
Fjórtán smáhýsi eru á vegum hótelsins sem mynda skúlptúr í fjallshlíðinni. mbl.is/11h45
Útsýnið er ekki af verri endanum.
Útsýnið er ekki af verri endanum. Mbl.is/Yvan Moreau
mbl.is/11h45
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert