Málaði gólfið í íbúðinni með kaffi

Kona nokkur málaði gólfið sitt með kaffi og útkoman er …
Kona nokkur málaði gólfið sitt með kaffi og útkoman er ótrúleg. mbl.is/

Þegar þú hefur verið of lengi heima og vantar tilbreytingu í lífið, þá er ein hugmynd að mála gólfið með kaffi og tússa á það líka.

Nova Burke lætur samkomubann í heimalandi sínu ekki stoppa sig, en hún býr í Kanada. Hún notaði skyndikaffi og merkipenna til að skapa alveg nýtt útlit á gólfið, en hún var með ómeðhöndlað krossviðargólf. Kaffið notaði hún til að búa til „bletti“ og áferð, og síðan teiknaði hún línur í gólfið til að það fengi eins raunverulegan blæ og hugsast getur.

Nova passaði vel upp á að gólfið væri tandurhreint, engin hár eða ryk, áður en hún penslaði kaffið á í tveimur umferðum. Síðan lakkaði hún tvisvar yfir í lokin, en allt ferlið tók um tíu klukkustundir þar sem lengsti tíminn fór í að gera rendurnar með pennanum. Kaffi er svo sannarlega ekki bara byrjun á góðum degi! 

Engum sögum fer af því hvort heimilið ilmar eins og kaffi en það kæmi sennilega ekki á óvart.

Tvær umferðir með instant kaffi og smá túss er allt …
Tvær umferðir með instant kaffi og smá túss er allt sem til þarf. Mbl.is/ Jam Press
mbl.is