Nýtt Ísey skyr stelur senunni

Ljósmynd/Aðsend

Íslendingar eru sólgnir í skyr og þar sem við erum með eindæmum nýjungagjörn þjóð er alltaf jafn gaman að heyra af því þegar nýjar bragðtegundir koma á markað.

Nýjasta nýtt er Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði en hér er um svokallaða sérútgáfu að ræða sem verður aðeins á markaði í nokkra mánuði.

Bragðið er einstakt svo ekki sé meira sagt og það sama má segja um umbúðirnar en falleg landslagsmynd af Goðafossi í vetrarbúningi prýðir dósina. Það er gaman þegar falleg hönnun og ljúffengt innihald rennur saman í eitt og vonandi munum við sjá meira af þessu í framtíðinni.

mbl.is