Nýir spennandi veitingastaðir bætast við Götumarkaðinn

Götumarkaðurinn „pop up“ heldur áfram að skapa rými fyrir spennandi veitingastaði og ljóst er á viðtökunum að landinn er hrifinn af hugmyndafræðinni á bak við markaðinn. Nú hafa fleiri veitingastaðir bæst við og kennir þar ýmissa spennandi grasa.

Just Wingin It – Vængjavagninn er amerískur kjúklingavængja staður sem hefur heldur betur slegið í gegn. Þeir unnu titilinn „besti smábitinn“ í keppninni um besta götubitann 2020 og var dómnefnd sammála um að þetta væru bestu kjúklingavængir á Íslandi.

Arctic Pies – er nýr ástralskur staður þar sem boðið er upp á vinsælasta skyndibitann í Ástralíu; kjöt- og grænmetisbökur. Bökurnar eru handgerðar með dýrindis úrvali af kjötmeti og meðlæti, en einnig eru þeir með grænmetis- og veganútgáfur af bökunum. 

Nýr spennandi Dim Sum „pop up“-staður verður opnaður á Götumarkaðnum 12. febrúar nk. Bao Bao – Yum Cha er nýtt gríðarlega spennandi heildarhugmynd þar sem hinn sjálfmenntaði kokkur frá Kanada, Lea Jade Kuliczkowski, mun kynna okkur kínverska arfleifð sína í formi matar. Hugmyndin er innblásin af ömmu hennar og bernskuminningum frá Kínahverfinu í Toronto. Heildarhugmyndin er að gestir njóti með vinum og fjölskyldu, deili matnum, spjalli saman og upplifi ekta kantónska matarupplifun og stemningu. Bókaðu borð sem fyrst, því takamarkað sætapláss er í boði, og fagnaðu kínverska nýja árinu, ári Uxans. 

Borðapantanir fara í gegnum e-mailið: baobaorvk@gmail.com

Mónópól Bar – er „pop up“-barinn í húsnæðinu og er stjórnað af Andreas, en þess má geta að hann er frá Svíþjóð. 

Komdu og kíktu á alþjóðlegasta götumarkaðinn á Íslandi, til hvers að fara utan þegar þú getur komið á Götumarkaðinn Klapparstíg 28-30!

Opið – miðvikudaga til sunnudaga.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert