Vélin bilaði og varan hættir í framleiðslu

Dumle sleikjó er hættur í framleiðslu eftir 60 ár á …
Dumle sleikjó er hættur í framleiðslu eftir 60 ár á velli. Mbl.is/Fazer

Þegar sælgætisvél er komin til ára sinna og þarfnast varahluta sem ekki eru fáanlegir  – þá hættir varan einfaldlega í framleiðslu.

Í meira en 60 ár hefur Dumle sleikjó verið framleiddur af Fazer og fylgt mörgum krökkum í gegnum bernskuárin. Flatur karamellusleikjó með súkkulaðihúð sem festist auðveldlega í tönnunum, en samt viljum við alltaf meira. En nú er staðan sú að vélin sem framleiðir sælgætið er drifin áfram af handafli og þarnast lagfæringar – en varahlutir eru þvi miður ekki lengur fáanlegir. Handverkið sem og uppskriftin er einstök, sem erfitt er að skipta út með nútímatækni í dag. Fazer hefur reynt að halda framleiðslunni eins lengi út og mögulegt er á eins hagkvæman og sjálfbæran máta – en það dugar ekki til.

Þó að Dumle sleikjó verði ekki lengur sjáanlegur í hillum verslanna frá og með mars mánuði, þá munu Dumle karamellurnar halda sínu striki og ný afbrigði líta dagsins ljós. Fazer útilokar þó ekki að sleikjóinn muni koma einhvern daginn aftur í framleiðslu, en þangað til þarf að finna góða lausn á hlutunum.

Mbl.is/Fazer
mbl.is