Leynimerkjasendingar drottningar afhjúpaðar

Drottningin er afar klók.
Drottningin er afar klók. PHILIP TOSCANO

Elísabet Bretlandsdrottning deyr ekki ráðalaus þegar kemur að því að koma sér úr erfiðum aðstæðum - eða kannski öllu heldur leiðinlegum aðstæðum.

Í grein í breska dagblaðinu The Telegraph segir að drottningin sé með einfalt merkjakerfi í gangi. Ef hún lætur veskið sitt á borðið þýðir það að hún sé búin að fá nóg og að viðburðurinn eigi að taka enda. Sé veskið hins vegar sett á gólfið þýðir það að hún sé ekki að njóta samræðnanna sem hún sé í og að aðstoðarkona hennar eigi að koma og bjarga henni.

Þar höfum við það.

mbl.is