Geggjað eldhús hjá Jimmy Fallon

Ljósmynd/ Evan Joseph for Sotheby’s International Realty

Mitt í allri orrahríðinni um jarðliti og heitustu trendin í innanhússhönnun er kærkomið að sjá eldhús (og íbúð) eins og þessa hér sem Jimmy Fallon er að selja.

Litagleðin er allsráðandi og ekki fyrir neinni naumhyggju að fara.

Öll íbúðin er veisla fyrir augað og ljóst að Fallon-hjónin eru ekki hrædd við að fara óhefðbundnar leiðir.

Íbúðina í heild sinni er hægt að skoða HÉR.

mbl.is