Svona litar þú fötin í þvottavélinni þinni

Hver kannast ekki við að eiga flíkur sem eru orðnar upplitaðar af miklum þvotti? Yfirleitt hefur verið fremur mikið mál að lita föt en nú er hægt að kaupa efni sem heitir Dylon og gefur fötunum nýtt líf á mettíma. 

Það eina sem þú þarft að gera er að þvo fötin í þvottavélinni og setja efnið saman við. Við mælum sterklega með því að farið sé eftir leiðbeiningum til að allt heppnist eins og vera ber en þeir sem hafa prófað þetta segja að útkoman sé hreint undraverð. 

Efnið kemur í sérstakri keilu sem aðeins þarf að opna og setja inn í þvottavélina með fötunum sem þú vilt lita.  

  1. Hver keila dugar fyrir 600 g af fötum í sterkum lit eða allt að 1,8 kg af daufari lit. 
  2. Skolið fötin og setjið í þvottavélina. Takið bæklinginn efst af keilunni og flettið lokinu af. 
  3. Setjið keiluna inn í þvottavélina.  
  4. Látið þvottavélina þvo (án þvottaefnis) á 30-40°C með keiluna í vélinni.  
  5. Látið vélina svo þvo aftur með þvottaefni.

Dylon hentar best fyrir bómul, lín, ull og viscose. Gerviefni litast ekki. Liturinn hefur engin áhrif á þvottavélina sjálfa og skilur engan lit eftir í tromlunni. Dylon hentar fyrir fatnað, rúmföt, gardínur, skó og fleira.

Nú fæst Dylon meðal annars í verslunum Nettó og Fjarðarkaupa.  

mbl.is