Greiddi 90 þúsund fyrir forláta brauðrist

Dolce & Gabbana vörulínan frá SMEG vekur athygli.
Dolce & Gabbana vörulínan frá SMEG vekur athygli. Mbl.is/SMEG

Við rákumst á umræðuvef inni á facebookgrúppunni Skreytum hús, þar sem íslenskar konur (og örfáir menn) deildu um ágæti þessarar skrautlegu ristar.

Kona nokkur deildi mynd af brauðrist sem hana hafði lengi dreymt um að eignast og fann á ferðalagi sínu til Tenerife fyrir stuttu. Umrædd rist er frá SMEG og hönnuð af Dolce & Gabbana – sem flestir ættu að þekkja úr tískuheiminum. Ristin er skreytt hefðbundnum líflegum sikileyskum skreytingum í geometrískum formum. Gylltar sítrónur, sítrusávextir, fíkjukaktusar og skærrauð kirsuber eru á meðal þess sem við sjáum prýða vörurnar – og allt í 50's-anda. Hún segist hafa borgað 600 evrur fyrir vélina eða um 90 þúsund íslenskar krónur. En brauðristin er fáanleg hjá Eirvík hér á landi – þó með öðru munstri en umrædd vél, en samt í sama anda og er hluti af Dolce & Gabbana-vörulínunni og kostar 79.990 krónur.

Flestir voru á því að hér væri um fallegt heimilistæki að ræða og sannkallaða augnaprýði en aðrir fussuðu yfir verðinu og útliti  en sitt sýnist hverjum. Þess má einnig geta að brauðristarnar hafa hlotið Good Design Award, IF Design Award sem og Red Dot Design Awards, svo eitthvað er að heilla fólkið þarna úti. Hvert er þitt álit á vélinni?

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert