Kolbrún Pálína lumar á frábærum hugmyndum að öðruvísi páskahaldi

Kolbrún Pálína deyr seint ráðalaus.
Kolbrún Pálína deyr seint ráðalaus. Eggert Jóhannesson

Fjölmiðakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir lumar á ýmsum snjöllum leiðum til að gera sér glaðan dag yfir páskana og í nýjum pistli deilir hún hugmyndum sínum og kennir þar ýmissa afar skemmtilegra grasa.

Meðal þess sem Kolbrún stingur upp á og greip athygli okkar hér á matarvefnum er Ljótuköku-keppni sem við segjum að sé með snjallari hugmyndum sem við höfum séð lengi.

„Það er svona í flestum tilfellum metnaður fólks að baka fallegar kökur.

Til þess að hafa extra gaman gæti verið ný áskorun að baka já…ljóta köku. Það er bara töluverð áskorun en gæti verið mjög skemmtilegt. Eins og fyrr segir þá reynir á hugmyndaflugið hér og fyrst og fremst er mikilvægt að hafa gaman. Hægt væri að skipta fjölskyldunni í tvö eða fleiri lið og sá vinnur sem bakar ljótari kökuna. Séu úrslitin vafamál má alltaf nota mátt netsins og skella í opinbera kosningu."

Í pistlinum – sem má lesa í heild sinni hér – er fjöldi frábærra hugmynda sem við mælum með að fólk nýti sér en ef þið ætlið í ljótuköku-keppni grátbiðjum við ykkur að tagga okkur á Instagram svo við getum fylgst með. Við erum að sjálfsögðu @matur.a.mbl.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert