Bók og þættir í smíðum hjá Lækninum

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir
Ragnar Freyr Ingvarsson læknir

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Matarvefs mbl er Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu, í óðaönn að taka upp nýja matreiðsluþætti og setja saman nýja bók sem væntanleg eru með haustinu. 

Að sögn þeirra sem til þekkja mun Ragnar ekki spara tilþrifin fremur en fyrri daginn og því ljóst að aðdáendur hans eiga góða tíma í vændum. Sjálfur verst Ragnar allra frétta, enda ekki tímabært að greina um of frá verkunum, en mun fyrstur manna færa okkur fregnir þegar nær dregur.

mbl.is