Grillaði mömmu sína á tiktok

Apple og Gwyneth eru nánar mæðgur.
Apple og Gwyneth eru nánar mæðgur.

Þetta er frekar fyndin fyrirsögn á matarvefnum því þrátt fyrir að hér sé talað um að grilla þá er Gwyneth Paltrow við góða heilsu. Hins vegar tók dóttir hennar, Apple, upp tímamótamyndband þar sem hún gerir stólpagrín að móður sinni sem er þekkt fyrir að ganga lengra en flestir í hreinsunum, líkamshirðu og leggangaumhirðu  ef það er orð. Hún talar um að mamma hennar hafi verið á hreinsikúr frá því hún fæddist og hún sé endalaust að búa til leggangakerti, egg og hvaðeina.

Fyrir þá sem til þekkja á Paltrow fyrirtækið GOOP sem byrjaði sem lítil heimasíða en er í dag orðin að stórveldi sem framleiðir lífsstílstengdar vörur. Í myndbandinu sést hún einmitt drekka möndlumjólk sem er án efa lífræn. Undirrituð hefur fylgst með síðunni nánast frá upphafi og er einlægur aðdáandi Paltrow og því er sérlega fyndið að sjá myndband Apple, sem er augljóslega gert með samþykki móðurinnar enda var það birt á tiktokreikningi GOOP. Gott grín gerir lífið betra og þær mæðgur negla þetta.

@goop

When you get roasted by your gen z daughter… ##motherdaughter ##goop ##fyp ##gwynethpaltrow

♬ original sound - Goop
mbl.is