„Ég hef gaman af því að elda alls konar mat“

Eyþór kokkur hefur opnað nýja og glæsilega heimasíðu - eythorkokkur.is.
Eyþór kokkur hefur opnað nýja og glæsilega heimasíðu - eythorkokkur.is. Mlb.is/Eythorkokkur.is

Ný heimasíða fyrir matgæðinga landsins hefur litið dagsins ljós, en það er enginn annar en Eyþór Rúnarsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins, sem stendur á bak við síðuna.

Eyþór starfar í dag sem yfirkokkur á Múlakaffi og setti nýverið upp glæsilega heimasíðu sem enginn matgæðingur má láta fram hjá sér fara. Heimasíðan er aðgengileg með girnilegum uppskriftum og fallega skreyttum myndum. „Ég er búinn að vera að vinna í heimasíðunni minni eythorkokkur.is síðan í byrjun þessa árs með hjálp frábærs fólks. Við vorum að vinna í nýjum myndum og uppskriftum sem eru væntanlegar inn á síðuna í komandi viku og þá spannar síðan um 50 uppskriftir,“ segir Eyþór í samtali.

Eyþór segir uppskriftirnar fjölbreyttar; sumar séu nýlegar og aðrar gamlar og góðar. Flestar eru þær þó einfaldar, eitthvað sem allir ættu að ráða við – en inn á milli liggja uppskriftir sem krefjast lengri undirbúnings. En hvað er það sem kokkinum finnst skemmtilegast að sýsla í eldhúsinu? „Ég hef gaman af því að elda alls konar mat og hef ekkert verið að festa mig í einhverjum einum stíl. Að mínu mati liggur fjölbreytileikinn í matnum oftast í meðlætinu. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að búa til fjölbreytt og ferskt meðlæti,“ segir Eyþór að lokum.

Girnilegt heimalagað pasta með kjúklingabollum, spínatsósu og portóbellósveppum.
Girnilegt heimalagað pasta með kjúklingabollum, spínatsósu og portóbellósveppum. Mlb.is/Eythorkokkur.is
Gúllassúpa sem mettar marga maga.
Gúllassúpa sem mettar marga maga. Mlb.is/Eythorkokkur.is
Laxabaka með kóríandersalati, rucola og jalapenómajónesi.
Laxabaka með kóríandersalati, rucola og jalapenómajónesi. Mlb.is/Eythorkokkur.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert