Besta uppfinning allra tíma

Bakkinn sem þú verður að eignast í eldhúsið - á …
Bakkinn sem þú verður að eignast í eldhúsið - á snúningsfæti. mbl.is/Amazon

Hér er líklegast ein besta uppfinning síðari ára í eldhúsið – og mögulega spornar hún við matarsóun svo ekki sé minna sagt.

Hlutir sem geymdir eru í ísskáp og baðherbergisskápum eru nú aðgengilegir með einföldum snúningi og koma ekki til með að gleymast aftast í skápunum. Lítill kantur er á bakkanum svo ekkert rennur af honum, ásamt gúmmímottu  og heldur því hlutunum á sínum stað. Þú munt aldrei gleyma opnum sósum, sultum og öðrum krukkumat með þessari snilldargræju, þar sem bakkinn er á snúningsfæti og allt verður mun aðgengilegra. Fyrir þá sem vilja skipulag í skápana, þá er græjan til í ýmsum útfærslum og er fáanleg HÉR.

Mbl.is/containerstore.com
Mbl.is/containerstore.com
mbl.is