Sagði upp skrifstofuvinnunni og gerðist vínbóndi í Sviss

Við værum meira en til í að skrá okkur í …
Við værum meira en til í að skrá okkur í sumarvinnu á þessum stað. Mbl.is/hauksonwine.com

Höskuldur Hauksson er íslenskur víngerðarmaður í Sviss, en hann sagði starfi sínu lausu fyrir nokkrum árum og elti drauminn.

Höskuldur er einn af þeim sem þorir að taka stökkið – sem er aðdáunarvert að okkar mati. Hér starfar hann við áhugamálið sitt og vegnar vel. Hjá Hauksson Wine er unnið á þremur plantekrum í sólríkum brekkum sem liggja til norðurs og suðurs við Alpana. Elstu plönturnar eru um 100 ára gamlar og uppskeran færir okkur æðislega bragðgóð hvítvín og rauðvín, þar sem allt er unnið af ástríðu.

„Eftir 20 ára skrifstofuvinnu sleit ég mig lausan vorið 2017 og ákvað að gerast bóndi og víngerðarmaður í fullu starfi. Það er eitthvað sérstakt við að finna fyrir sólinni á bakinu, svitanum á enninu og að halda á afurðinni í höndunum að loknu góðu ári.

Okkur er mikilvægt að bera virðingu fyrir landinu og að vinna í samvinnu við öfl náttúrunnar.  Við erum sannfærð um að besta leiðin til þess að búa til vín sem endurspegla heimaslóðir sínar, er að vinna á lífrænan hátt. Fyrsta janúar 2018 munum við hefja breytingaferlið til þess að skipta yfir í bíodýnamíska lífræna framleiðslu (organic biodynamic),“ segir Höskuldur á heimasíðu sinni.

Á heimasíðu Hauksson Wine er hægt að skrá sig í vínklúbb þar sem félögum klúbbsins er árlega boðið í vínsmakk, og eins gefst tækifæri á að panta nýju vínin áður en þau rata á almennan markað. Sum vín eru eingöngu framleidd fyrir vínklúbbinn. Hægt er að lesa sér nánar til um klúbbinn og vínekrurnar á heimasíðunni HÉR.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Sólskin í flösku!
Sólskin í flösku! Mbl.is/hauksonwine.com
mbl.is