Þetta getur gerst ef þú ferð ekki úr skónum

Ljósmynd/Dreamstime.com/

Þótt það teljist almennt til siðs hér á landi að fara úr skónum þegar komi er inn í hús eru þó margir sem gera það ekki.

Ekki þarf að fjölyrða um hversu illa það fer með gólfefnin svo að ekki sé minnst á óþrifnaðinn sem hlýst af þesskonar háttalagi.

Þar með er óskundinn ekki upptalinn því sýklar eiga greiða leið inn í hýbýli með skóm.

Mörgum finnast skórnir sínir kannski ákaflega hreinir en átta sig ekki á því að yfir daginn hafa þeir stigið inn á almennings salerni, gengið á fuglaskít, mögulega hundaskít og þar fram eftir götunum.

E. coli bakterían lifir þar góðu lífi og með þessum hætti berst hún auðveldlega í hús.

Það sama á við um alls kyns efni eins og áburð, bensín og olíu - allt efni sem auðvelt er að komast í tæri við utandyra og rata með skónum inn.

Við ætlum ekki að hafa þennan fyrirlestur lengri að sinni en það teljast góðir húshættir að fara úr skónum og ekki að ástæðulausu!

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert