Eldaði tacó úr fylgjunni fyrir eiginkonuna

Ljósmynd/Instagram

Fylgjuát tíðkast víða enda næringarríkur biti en við höfum ekki áður heyrt af því að elduð sé spennandi kvöldmáltíð þar sem aðalhráefnið er fylgja.

Maðurinn á bak við þennan áhugaverða gjörning heitir Abram Boise og er margfaldur sigurvegari í raunveruleikaþáttunum The Challenge. Hann og eiginkona hans, Rachel Missie, eignuðust soninn Atlas Young í gær og er ljóst að fylgjan var matreidd fersk fyrir frúnna.

Boise deildi myndum af matnum á Instagram en hefur ekki enn gefið upp formlega uppskrift þótt eflaust bíði margir spenntir.

Ef myndunum er flett má sjá fylgjuna en hún lítur glæsilega út.

mbl.is