Hr. Fullkominn kominn í verslanir

Kominn er á markað hérlendis nýr íslenskur hamborgari sem hlotið hefur sæmdarheitið Hr. Fullkominn. Um er að ræða sérvalið og fituríkt vöðvabúnt frá Norðlenska sem vegur heil 150 grömm.

Í fréttatilkynningu segir meðal annars:

„Norðlenska kynnir nýjung á markaði fyrir grillsumarið 2021. Hr. Fullkominn nefnist varan, en um er að ræða svokallaða „Beef Chuck“ hamborgara, sem unnir eru úr Beef chuck og innihalda 25% fitu.

„Beef Chuck“ borgarar eru vinsælir meðal grillkokka á hamborgarastöðum um allan heim, en fituinnihaldið gefur sérstaklega gott grillbragð og hamborgararnir verða safaríkari á grillinu en venjulegir hamborgarar.

Hr. Fullkominn er 150 g grillborgari úr sérvöldu, íslensku „Beef Chuck“ nautakjöti og eru borgararnir seldir tveir saman í pakkningu."

Hr. Fullkominn fæst í verslunum Krónunnar og Heimkaup.

mbl.is