Undraefnið sem sagt er 100 sinnum skilvirkara

mbl.is/Shutterstock

Komið er á markað hérlendis hreinsiefni sem fullyrt er að eigi eftir að breyta því hvernig við þrífum. Efnið byggist á örtækni og skilur eftir þunna húð á yfirborði sem veitir sótthreinsivörn gegn bakteríum, veirum og sveppum í allt að tíu daga.

Um svokallaðan alhreinsi er að ræða en það dugar á flest yfirborð og er sagt jafn áhrifaríkt á gólf, spegla og textíl. Það hefur reynst öflugur bandamaður gegn myglu og hafa sundlaugar hér á landi verið að taka efnið í notkun með góðum árangri. Bæði er efnið umhverfisvænt og nota þarf minna af því en gengur og gerist með önnur efni, auk þess sem ekki þarf að nota mörg mismunandi hreinsiefni.

Bacoban hefur hlotið fjölda viðurkenninga erlendis og er nú loksins fáanlegt hér á landi. Fyrst um sinn er hægt að fá efnið í verslunum Bónuss og á heimasíðunni bacoban.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert