Ný spennandi Ólífuolía að koma í verslanir

Ólífurækt hefur um 2000 ára skeið gegnt mikilvægu hlutverki í landbúnaði landanna við Miðjarðarhaf, þá sérstaklega á Ítalíu. Bændur bíða í ofvæni eftir uppskerunni á haustin, og er það hápunktur ársins hjá flestum þegar hið „fljótandi gull“, eins og ólífuolía er oft kölluð, er tilbúið, nýpressað í flöskum. Ólífuolíur eru af ýmsum gerðum og eru gæði þeirra mismunandi. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi ólífuolíu síðastliðin ár á Íslandi, sem og annars staðar í heiminum. Neytendur gera sífellt meiri kröfur um gæði og vitneskju um uppruna varanna.

Innflutningur á vönduðum ítölskum vörum hingað til lands hefur aukist mikið en hófst fyrir alvöru þegar Hagkaup stofnaði vörumerkið ÍTALÍA og hóf að flytja inn vörur í samstarfi við bændur í Toscana-héraði. 

Nú er komið að enn einum tímamótunum því Hagkaup býður nú í fyrsta sinn upp á Olio Nitti-ólífuolíu, milliliðalaust frá fjölskyldufyrirtækinu Nitti. Fjölskyldan framleiðir olíuna á sínu eigin landi í Puglia á Ítalíu. Miðjarðarhafsloftslagið býður upp á fullkomnar aðstæður fyrir ólífuræktun. Þessi litla fjölskylda vinnur olíuna með höndunum einum saman og engar vélar eða færibönd koma nálægt framleiðslunni. Olían þykir einstaklega vönduð og góð og hafa matreiðslumenn keppst við að mæra hana.

Olio Nitti-ólífuolían kemur eins og Ítalarnir vilja hafa olíu; ósíuð, laus við aukaefni og full af orku og nærandi náttúruefnum sem líkaminn elskar. Olían er komin í allar verslanir Hagkaups.

Nitti fjölskyldan ræktar ólífur og framleiðir hina vinsælu Olio Nitti …
Nitti fjölskyldan ræktar ólífur og framleiðir hina vinsælu Olio Nitti ólífuolíu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert