Sjúklega einfaldur partíréttur sem passar með öllu

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með nýjasta partísmellinn í ár en bakaðir ostar hafa notið mikilla vinsælda enda afskaplega góðir. Við erum að tala um ofnbakaðan ost sem bragðast eins og himnaríki!

Hann er úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is sem er manna flinkust í að reiða fram rosalega partírétti ...

Bakaður fetaostur með papriku

  • 1 fetakubbur
  • ½ krukka grilluð paprika
  • 1 lúka gróft saxaðar kasjúhnetur
  • smá ferskt rósmarín

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Þerrið fetakubbinn og leggið í eldfast mót.
  3. Skerið paprikuna aðeins niður og hellið henni yfir ostinn ásamt nokkrum matskeiðum af olíu úr krukkunni.
  4. Stráið hnetum og rósmaríni yfir og bakið í um 20 mínútur.
  5. Gott er að rista baguettebrauðið og taka til annað meðlæti á meðan.

Baguette

  • 1 baguette brauð
  • ólífuolía
  • hvítlauksduft, salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Skerið brauðið í sneiðar.
  3. Penslið báðar hliðar með ólífuolíu og kryddið á annarri hliðinni.
  4. Ristið í ofninum í nokkrar mínútur eða þar til kantarnir gyllast aðeins og brauðið verður aðeins stökkt yst.
  5. Berið fram með bökuðum fetaosti með papriku.

Annað meðlæti

  • Feykir 24+
  • hráskinka
  • vínber
  • eplasneiðar
  • Muga-rósavín
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert