Ný kryddlína er mætt í verslanir

Ný kryddlína frá Hagkaup hefur litið dagsins ljós hér á landi en línan er unnin í nánu samstarfi við Kryddhúsið sem hefur komið inn á íslenskan kryddmarkað með spennandi brögð og óvenjulegar áherslur. Viðbrögð íslenskra neytenda hafa ekki látið á sér standa og eru kryddin frá Kryddhúsinu gríðarlega vinsæl.

Kryddlínan inniheldur þrjár kryddblöndur:

SPG – Þessi blanda er gömul klassík, salt, pipar og hvítlaukur. Við ákváðum svo að bæta espressó-kaffibaunum við til að gefa þessu enn meiri karakter. Útkoman er geggjuð kryddblanda sem hentar sérlega vel fyrir nautakjöt.

AMG – Blandan er vandlega valin fyrir íslenskt lambakjöt, en í henni má finna á annan tug kryddtegunda, meðal annars papriku, salt, hvítlauk óreganó, cumin, kóríander, timían, lauk, cayenne og reykta papriku.

RUB – Hér er á ferðinni útpæld blanda sem hentar vel á kjúkling og grísakjöt, hönnuð til að strá vandlega yfir kjötið og nudda. Uppistaðan í blöndunni er á annan tug krydda, meðal annars paprika, salt, hvítlaukur, óreganó, cumin, koríander, timían, laukur, pipar og cayenne-pipar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert