Sjö fantaflottir speglar inn á bað

Fallegir og ílangir speglar frá AYTM – það má skapa …
Fallegir og ílangir speglar frá AYTM – það má skapa dramatíska stemningu með nokkra svona hlið við hlið. Mbl.is/AYTM

Spegill er ómissandi inn á baðherbergi, en speglar geta verið eins mismunandi og við erum mörg. Hér eru nokkrir smart speglar sem geta jafnvel flíkkað upp á gamalt og þreytt baðrými. Því spegill þjónar ekki bara hagnýtum tilgangi – þeir setja klárlega tóninn fyrir stemninguna í rýminu.

Æðislegur spegill frá Eva Solo – hér með leðuról sem …
Æðislegur spegill frá Eva Solo – hér með leðuról sem notuð er til að hengja spegilinn upp með. Mbl.is/Eva Solo
Látlaus en fágaður spegill frá MENU – kemur með svörtum …
Látlaus en fágaður spegill frá MENU – kemur með svörtum eða hvítum ramma. Mbl.is/MENU
Gólfspegill frá House Doctor – búinn til úr endurunnum viði, …
Gólfspegill frá House Doctor – búinn til úr endurunnum viði, því enginn spegill alveg eins. Mbl.is/House Doctor
Öðruvísi en smart spegill frá Ferm Living – ílangur með …
Öðruvísi en smart spegill frá Ferm Living – ílangur með bogadregnar línur. Mbl.is/Ferm Living
Það eru Gejst sem eiga heiðurinn að þessum hringlaga spegli …
Það eru Gejst sem eiga heiðurinn að þessum hringlaga spegli hér og er hannaður af Michael Rem. Mbl.is/Gejst
Spegill frá Normann Copenhagen sem þú getur tekið með þér. …
Spegill frá Normann Copenhagen sem þú getur tekið með þér. Hægt er að snúa speglinum á alla kanta og eins má nota bakkann undir skartgripi eða annað sem til fellur. Mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is