Omnom býður nú upp á ísrétti fyrir krakka

Ljósmynd/Omnom

Ísbúð Omnom þykir mikið ævintýraland fyrir bragðlaukana og nú hafa bæst við fimm nýir ísréttir sem ætlaðir eru fyrir yngstu viðskiptavinina.

Réttirnir eru mun einfaldari en hinir hefðbundnu ísréttir og ættu að falla í kramið hjá öllum enda skemmtilega einfaldir en með smá óvæntu tvisti.

KaramelluÚlfur

  • Karamellukrömbl, karamellusósa og mjólkursúkkulaðiÚlfur.

SúkkulaðikexÚlfur

  • Súkkulaðikexkrömbl, hvít súkkulaði-vanillusósa og mjólkursúkkulaðiÚlfur.

HunangsÚlfur

  • Ristaðar hunangskornflögur, súkkulaði-karamellusósa og mjólkursúkkulaðiÚlfur.

LakkrísÚlfur

  • Lakkríssúkkulaðisósa, hindberja-lakkrís-súkkulaði-krömbl og mjólkursúkkulaðiÚlfur.

HnetuÚlfur

  • Súkkulaðisalthnetur, möndlusmjör og mjólkursúkkulaðiÚlfur.
  • Val milli lakkrísíss eða hvítsúkkulaði-vanilluíss.

Litlu Úlfarnir eru nú fáanlegir í ísbúðinni okkar ásamt öllum hinum vinsælu ísréttunum okkar. Opið alla daga í sumar frá kl. 13:00 til 22:00.

Þú getur líka pantað alla ísréttina í gegnum YESS. Þú pantar og velur hvenær þú sækir. Einföld og skemmtileg lausn.

Ljósmynd/Omnom
Ljósmynd/Omnom
Ljósmynd/Omnom
Ljósmynd/Omnom
Ljósmynd/Omnom
mbl.is