Bjóða upp á bragðlaukaferðalag í ríki Vatnajökuls

mbl.is/Federico Remondi - Omnom

Í sumar ætla veitingaaðilar Ríkis Vatnajökuls að bjóða matgæðingum og súkkulaðiunnendum í sannkallað súkkulaðiferðalag þar sem þeir bjóða upp á súkkulaðirétti úr hágæðasúkkulaði frá Omnom.

- Café Vatnajökull

Omnom-saltkaramellu-súkkulaðibitakaka með kaffinu á Café Vatnajökli. Kaffihúsið er á Fagurhólsmýri og er ævintýri í sjálfu sér.

- Hótel Smyrlabjörg

Heimagerð súkkulaðikaka með Omnom-súkkulaði á Hótel Smyrlabjörgum. Smyrlabjörg er tilvalin staðsetning fyrir þá ferðalanga sem sækja í nálægð við Vatnajökul og geta fengið sér hádegismat fyrir eða eftir ferð á jökulinn.

- Brunnhóll

Heimagerður Jöklaís á Brunnhóli sem fæst nú líka í Omnom-útgáfu. Brunnhóll er fjölskyldurekið gistihús sem leggur mikið upp úr persónulegri þjónustu.

- Ósinn á Hótel Höfn

Tartar úr Omnom-súkkulaði með Jöklaís á Ósnum á Hótel Höfn. Ósinn er hlýlegur staður sem býður upp á gott úrval rétta úr úrvalshráefnum.

- Kaffi Hornið  

Omnom-brúnka á Kaffi Horninu á Höfn. Kaffi Hornið var opnað í maí 1999. Það stendur í hjarta Hafnar í Hornafirði og býður upp á fyrsta flokks hráefni úr héraði.

- Hafnarbúðin 

Hafnarbúðin er rótgróinn og líflegur „diner“ við höfnina á Höfn sem býður upp á skemmtilegan og fjölbreyttan matseðil í anda amerísks „diners“ með íslensku ívafi. Hafnarbúðin býður upp á áhugaverðan chili con carne-rétt með Níkaragva-súkkulaðinu okkar og svo sítrónuystingsköku með lakkrís- og hindberjasúkkulaðinu okkar.

- Ottó veitingahús og verslun 

Fallegur og vinalegur staður með metnaðarfullan matseðil. Þau ætla að vinna með súkkulaðið frá okkur í allt sumar og skapa alls konar skemmtilega rétti.

- Pakkhúsið

Glóðvolgur Omnom-súkkulaðiganache á Pakkhúsinu. Pakkhúsið leggur áherslu á hráefni úr héraði, bæði af landi og úr sjó. Humarinn kemur ferskur beint af bátunum sem landa við bryggjuna.

Ríki Vatnajökuls er stórbrotið svæði sem hefur að geyma magnaða íshella, töfrandi lón fyllt fljótandi ísjökum og jökultungur, sem sumar hverjar er auðvelt að nálgast. Við hvetjum ykkur til að heimsækja þetta magnaða svæði í sumar og njóta á þessum frábæru veitingastöðum hér að ofan.

Ljósmynd/Omnom
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert