Catherine Zeta-Jones deilir mataræðinu sínu

Hollywood leikkonan Catherine Zeta-Jones elskar súkkulaði og borðar slíkt alla …
Hollywood leikkonan Catherine Zeta-Jones elskar súkkulaði og borðar slíkt alla daga. Mbl.is/Getty Images for Hollywood Forei

Hún er þekkt fyrir flottan líkama og áreynslulaust útlit, en Hollywoodleikkonan Catherine Zeta-Jones borðar súkkulaði og skonsur alla daga og nýtur þess að borða góðar mátíðir.

Hin 51 árs gamla leikkona sagði í viðtali á dögunum að hún elskaði breskt snarl og sæi til þess að slíkt væri ávallt til í skápunum heima í Bandaríkjunum. Hún drekkur alltaf tebolla kl. 11 á morgnana og fær sér kex eða eitthvað annað sætt með. Mjólkursúkkulaði frá Cadbury er hennar uppáhalds, því framleiðandinn er breskur og hún ólst upp með súkkuaðinu – og það veiti henni ákveðna huggun. Catherine drekkur einnig síðdegiste og ef hún hefur tíma, þá bakar hún skonsur með rjóma og sultu til að njóta með.

Catherine og Michael Douglas á góðri stundu.
Catherine og Michael Douglas á góðri stundu. Mbl.is/@Catherine Zeta-Jones

Leikkonan segist borða þrjár máltíðir á dag. Hún byrjar alla morgna á kaffibolla áður en hún borðar morgunmat um áttaleytið. Á veturna fær hún sér hafragraut með púðursykri, banönum og bláberjum, en á sumrin gæðir hún sér á fitulausri vanillujógúrt með bláberjum, granóla og hindberjum. Um helgar fær hún sér ristað brauð með sírópi, bökuðum baunum og eggjahræru – og að það sýni „amerísku hliðina“ hennar í mataræðinu. En hún og eiginmaður hennar, óskarsverðlaunahafinn Michael Douglas, setjast alltaf niður saman í hádegismat ef þau eru ekki að sinna öðrum verkefnum. Hádegismaturinn inniheldur alltaf salat og oftar en ekki grillaðan kjúkling, hnetur, spínat, tómata og jafnvel skvettu af balsam eða sinnepi  eins fíkjur, epli, avókadó og appelsínur. Á kvöldin elskar hún að gæða sér á góðum fiskrétti eða hvítu kjöti.

Mbl.is/@Catherine Zeta-Jones
Catherine deilir mikið af mat á Instagram síðunni sinni.
Catherine deilir mikið af mat á Instagram síðunni sinni. Mbl.is/@Catherine Zeta-Jones
mbl.is