Fullkomin tvenna í bolluuppskrift

Nýbakað er best!
Nýbakað er best! Mbl.is/Pinterest

Við elskum góðar bolluuppskriftir og þessi er ein af þeim sem slá í gegn hjá fjölskyldunni. Hvað er betra en nýbakaðar bananabollur með súkkulaði? Mögulega ekkert ef þið spyrjið okkur. 

Bestu bananabollurnar með súkkulaði

 • 25 g ger
 • 2,5 dl volgt vatn
 • 1 dl hrein jógúrt
 • 2 msk. hunang
 • 2 msk. bráðið smjör
 • 1 tsk. salt
 • 2 egg
 • 3 þroskaðir bananar
 • 9 dl hveiti
 • 3 dl haframjöl
 • 100 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

 1. Leysið gerið upp í vatninu.
 2. Setjið hunang, salt, smjör, jógúrt og eitt egg í skál og hrærið saman.
 3. Bætið haframjöli og hveiti saman við og hrærið þar til þykkt og klístrað.
 4. Maukið bananana og saxið súkkulaðið. Blandið því varlega saman við deigið.
 5. Látið deigið hefast við stofuhita í klukkutíma eða yfir nótt í kæli.
 6. Skiptið deiginu upp í 12 bollur á bökunarpappír á bökunarplötu – gott að gera með skeið.
 7. Látið hefast í 30 mínútur.
 8. Penslið bollurnar með eggi.
 9. Bakið í ofni við 220° í 20 mínútur, þar til gylltar á lit.
mbl.is