Það heitasta heitt á TikTok eru pastaspjót

Pasta á spjóti er nýjasta matartrendið.
Pasta á spjóti er nýjasta matartrendið. Mbl.is/TikTok/@heartbeatfood

Gleymið öllum matreiðslubókum, því TikTok er með allar uppskriftirnar sem þið þurfið að kunna. Þar á meðal pasta á spjóti!

Fólk virðist vera gera góða hluti með kolvetni þessa dagana ef marka má pastaspjót sem matgæðingar samfélagsmiðlanna eru að skemmta sér yfir. En eins og nafnið gefur til kynna, þá er soðnu pasta raðað upp á spjót og því næst hlaðið með pastasósu, osti, lauk, ólífum og papríku. Og að lokum eru spjótin sett inn í ofn og bökuð þar til osturinn hefur bráðnað.
Eins og við var að búast, þá er fólk mishrifið af hugmyndinni og segja pasta ekki vera fingramat, á meðan aðrir fagna því að prófa eitthvað nýtt.

Mbl.is/TikTok/@heartbeatfood
Mbl.is/TikTok/@heartbeatfood
Mbl.is/TikTok/@heartbeatfood
mbl.is