Fyrsti avókadó-veitingastaðurinn opnar

The Avocado Show opnar í næsta mánuði við miklar undirtektir …
The Avocado Show opnar í næsta mánuði við miklar undirtektir avókadó-unnenda. mbl.is/Instagram_The Avocado Show

Gætir þú hugsað þér að borða avókadó í morgunmat, hádegismat og kvöldmat? Fljótlega mun það vera vel hægt þegar veitingastaður með avókadó-þema opnar í fyrsta sinn í Bretlandi í september. Þar verður boðið upp á ofgnótt af litríkum réttum þar sem steinaávöxturinn er í aðalhlutverki. Sams konar pop-up-staður opnaði fyrir tveimur árum, svo Lundúnabúar vita hverju þeir ganga að – en sá staður naut mikilla vinsælda á sínum tíma.

Hér býðst gestum tækifæri að gæða sér á avókadó-hamborgara, þar sem buffið er klemmt á milli tveggja avókadó-helminga. Eins er girnilegt salat er kallast ‘avo garden’ og samanstendur af avókadó, hummus, kryddjurtum, blómum og avókadófrönskum með trufflu-mæjónesi. Réttir sem ættu að gleðja avókadó-unnendur til muna. Staðurinn kallast The Avocado Show og má fylgjast með honum HÉR.

mbl.is/Instagram_The Avocado Show
mbl.is