Mariah Carey reynir fyrir sér á nýjum slóðum

Söngkonan Mariah Carey kynnir nýtt líkjör.
Söngkonan Mariah Carey kynnir nýtt líkjör. Mbl.is/Black Irish

Söngkonan Mariah Carey veit hvernig það er að drottna í tónlistarheiminum, og nú reynir hún fyrir sér með nýjum líkjör sem hefur sérstaka þýðingu fyrir hana.

Nýi líkjörinn kallast „Black Irish“ og er fáanlegur sem Original Irish Cream, Salted Caramel og White Chocolate. Mariah valdi sérstaklega þetta nafn á vörulínuna til að hampa svörtum og írskum ættum hennar. Faðir hennar var af svörtum og venesúelskum uppruna og móðir hennar er með írskan bakgrunn.

Mbl.is/Black Irish
mbl.is