Dýrindis eplakökumúffur

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Uppskriftir með eplum fylgja haustinu og Berglind Hreiðars á Gotteri.is segist mikil haustmanneskja enda elski hún allt sem því fylgi; lyktina, kuldann, litina og ekki síst rútínuna. Hér deilir hún með okkur æðislegri uppskrift að eplakökumúffum sem svíkja engan.

Eplakökumúffur
12-16 stykki

Stökkur toppur

 • 40 g smjör við stofuhita
 • 60 g púðursykur
 • 50 g hveiti
 • ½ tsk. kanill

Aðferð:

 • Setjið allt saman í skál og myljið saman með fingrunum svo úr verði mulningur til að setja ofan á deigið á eftir. Leggið til hliðar á meðan þið útbúið múffurnar.
Múffur – uppskrift
 • 2 epli
 • 150 g sykur
 • 120 ml hunang
 • 120 ml súrmjólk
 • 120 ml ljós matarolía
 • 2 egg
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 80 g Til hamingju-tröllahafrar
 • 300 g hveiti
 • 2 tsk. lyftiduft
 • 2 tsk. kanill
 • ½ tsk. salt

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 175°C.
 2. Afhýðið eplin og skerið smátt niður (ég var með eitt grænt epli og eitt „pink lady“), setjið í stóra skál.
 3. Hellið sykri, hunangi, súrmjólk, olíu, eggjum og vanilludropum yfir eplin og blandið saman við með sleif.
 4. Næst má blanda tröllahöfrunum saman við og að lokum fer hveiti, lyftiduft, kanill og salt í skálina.
 5. Blandið öllu saman með sleif og setjið deigið síðan í zip-lock-poka til að auðveldara sé að skipta því í formin (eða notið ísskeið).
 6. Setjið pappaform í álform. Ég var með upphá pappaform og ákvað því að hafa færri og stærri kökur en það má hafa hefðbundin pappaform og skipta niður í fleiri einingar.
 7. Þegar þið eruð búin að skipta múffudeiginu niður í formin má setja kurlið ofan á og baka í 25-30 mínútur.
 8. Best er að baka þar til prjónn kemur nokkuð hreinn út, allt í lagi að það sé smá kökumylsna á endanum en ekki blautt deig.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »