Litur ársins 2022 hefur verið gefinn út

Litur ársins 2022 er „Olive Green
Litur ársins 2022 er „Olive Green". Mbl.is/Dyrup

Málningarframleiðandinn DYRUP hefur gefið út lit ársins 2022 – ekki seinna vænna en að setja sig í stellingar og aðlagast nýjum lit sem við getum smellt á veggina.

Fyrir komandi ár hefur DYRUP valið mjúkan grænleitan skugga sem lit ársins, og ber nafnið „Olive Spring“. Það eru nokkur lykilorð sem fylgja litnum, eða ró, sjálfbærni og náttúra – en þennan grænleita lit má vel nota með öðrum sterkari litum. En það er ekki að ástæðulausu sem málningarfyrirtækið hefur valið þennan tiltekna lit, því þeir vilja meina að við höfum þörf fyrir meiri birtu og jákvæðni í kringum okkur eftir heimsfaraldurinn.

Mbl.is/Dyrup
mbl.is