Nýir eldhússtólar frá Normann Copenhagen

Nýir stólar frá Normann Copenhagen sem finnast í þremur stærðum.
Nýir stólar frá Normann Copenhagen sem finnast í þremur stærðum. Mbl.is/Normann Copenhagen

Þetta er árstíminn – þegar nýjar vörur eru kynntar til leiks og fagurkerar þarna úti bíða í ofvæni eftir nýjustu fréttum eins og þessum hér.

Splúnkuný stólahönnun var kynnt nú á dögunum hjá Normann Copenhagen og kallast Circa. En stóllinn er hannaður til að standast tímans tönn, enda minímalískur og þó með sterkan karakter - mjúkar og bogadreignar línur í sæti sem hvíla á stálfótum. Hringlaga form sætisins má einnig sjá í fótstigi stólsins og fyrir miðju sessunnar er hringlaga gat, svo auðvelt er grípa í og kippa stólnum með sér á milli staða.

Stóllinn er hannaður af Simon Legald og kemur í þremur stærðum. Eins er hægt að velja á milli þess að hafa sessuna með eikarspón, áli eða áklæði.  

Mbl.is/Normann Copenhagen
Mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is