Mögulega er þessi ostruskál það heitasta

Þessi litla ostruskál er það allra fallegasta.
Þessi litla ostruskál er það allra fallegasta. mbl.is/Ferm Living

Ostrur eru eitt það vinsælasta þessi dægrin, ef marka má veisluhöld sem við höfum ratað í síðustu vikur – þar sem ostrur eru víða á boðstólnum. Og þá er þessi skál eflaust að fara hitta í mark.

Það eru Ferm Living sem kynntu ostruskálina til leiks nú á dögunum. Lífrænt form skálarinnar fær mann til að gleyma öllu, og dreyma um hvítan sand á suðrænum slóðum, sem er alls ekki slæmur draumur að okkar mati. En þessi glæsilega skál var upphaflega steypt úr ekta ostruskel og fullkomin undir dýrmæta smámuni, brenndar eldspýtur eða kampavínstappa. Skálin er framleidd úr 100% brassi sem er algjör andstæða við náttúrulegt form skálarinnar og gefur henni því meiri glamúr og notagildi.

mbl.is/Ferm Living
mbl.is/Ferm Living
mbl.is/Ferm Living
mbl.is