Limoncello-kaka sem bragðast eins og sælgæti

Limoncello er ítalskur sítrónulíkjör sem hefur verið framleiddur í rúmlega 100 ár. Nú loksins er hægt að fá íslenska framleiðslu á þessum magnaða drykk en það er Þoran Distillery sem hefur sett Limoncello Atlantico á markað.

Drykkurinn er sætur og ferskur drykkur sem best er að bera fram beint úr frystinum. Þetta er frábær „digestivo“ til að fá sér eftir mat en hentar einnig í kokteila á borð við Limoncello Spritz og Limoncello gin og tónik.

Drykkurinn er ekki kominn í vínbúðir enn en hægt er að panta flöskur beint frá framleiðanda.

Limoncello-kaka sem bragðast eins og sælgæti

Fyrir kökuna
  • 200 g mjúkt smjör
  • 200 g sykur
  • 4 egg
  • 150 g möndlumjöl
  • 50 g hveiti
  • 4 msk. Limoncello Atlantico
  • börkur af 2 sítrónum
  • 1 tsk. lyftiduft

Fyrir sírópið

  • Safi úr 2 sítrónum
  • 50 g sykur
  • 60 ml Limoncello Atlantico

Fyrir toppinn

  • Safi úr 1 sítrónu.
  • 60 g sykur

Aðferð

1. Hitaðu ofninn í 160°C með blæstri.

2. Þeyttu saman smjör og sykur í um 8-10 mínútur eða þangað til það er orðið silkimjúkt.

3. Þeyttu egg í annarri skál og bættu þeim svo rólega við smjörblönduna.

4. Taktu nú fram sleifina og hrærðu hveitinu, möndlumjölinu, sítrónuberkinum, Limoncello-inu og lyftiduftinu varlega saman við.

5. Helltu deiginu yfir í bökunarmót sem búið er að smyrja og klæða að innan með smjörpappír (mjög mikilvægt að sleppa ekki smjörpappírnum).

6. Bakaðu í um 40-45 mínútur og láttu kökuna svo kólna í bökunarmótinu. Mikilvægt að láta kökuna kólna vel.

7. Settu öll sírópshráefnin í lítinn pott á lágum hita, og leyfðu sykrinum að bráðna rólega.

8. Notaðu svo gaffal eða grillpinna til að stinga göt í kökuna og helltu svo sírópinu varlega yfir. Kældu aftur í hálftíma.

9. Blandaðu saman sítrónusafa og sykri og smyrðu því yfir kökuna.

10. Láttu þetta allt kólna í bökunarforminu sjálfu. Þessa á ekki að bera fram heita, gefðu henni nægan tíma til að kólna.

11. Takið úr forminu, skerið í sneiðar og berið fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert