Disney opnar veitingastað í geimnum

Veitingastaður í geimþema hefur opnað í Disney garðinum.
Veitingastaður í geimþema hefur opnað í Disney garðinum. mbl.is/Disney

Stórfréttir úr ævintýraheimi Disney-garðanna, þar sem matur mun gera upplifunina enn eftirminnilegri.

Veitingastaðurinn Space 220 hefur opnað dyrnar í vinsælasta skemmtigarði heims og það með geimþema. Hér getur þú notið himnesks útsýnis og dýrindismatar. Eftir að hafa innritað þig í brottfararsetustofuna tekur við ferðalag í 350 metra hæð með lyftu  og þaðan ertu með útsýni yfir allan garðinn. Neonblátt ljós og myndir eru allt um kring á staðnum til að gefa enn meiri geim-stemningu á meðan þú nýtur matarins. Matseðillinn er nútímalegur og í amerískum anda – allt frá hamborgara yfir í steik, ásamt kokteilum og girnilegum desertum. Klárlega áhugaverður staður fyrir fjölskyldufólk að heimsækja.

@disneyparks

🚨SNEAK PEEK!🚨 Here’s your first look at Space 220 coming soon! #DisneyWorld50 #Disney #DisneyParks #DisneyWorld #EPCOT #Space #Restaurant

♬ original sound - Disney ParksStemingin er ólýsanleg.
Stemingin er ólýsanleg. mbl.is/Disney
Það er án efa mögnuð upplifun að fara upp 350 …
Það er án efa mögnuð upplifun að fara upp 350 metra með lyftunni. mbl.is/Disney
mbl.is