Best heppnaði hádegisverður miðbæjarins

Hádegisleikhúsið er spennandi nýjung sem þið verðið að prófa.

Hádegisleikhús Þjóðleikhússins hefur nú tekið til starfa í endurnýjuðum Þjóðleikhúskjallara. Þar sjá gestir stutt ný íslensk leikrit á meðan þeir njóta hádegisverðar sem samanstendur af ljúffengri súpu og nýbökuðu brauði.

Húsið opnar kl. 11.45 og matur er borinn fram kl. 12.00 - 12.15, en þá hefst leiksýningin. Sýningin tekur tæpan hálftíma. Gestum er sannarlega velkomið að sitja áfram eftir sýningu og fá sér kaffibolla.

Út að borða með Ester

Fyrsta verkið sem sýnt er í Hádegisleikhúsinu er eftir leikskáldið Bjarna Jónsson. Þar segir frá Hauki og Ester sem hafa verið búsett á Kanarí en eru nú strand á Íslandi. Þau fara saman út að borða í hádeginu en Ester er orðin vegan og á afar erfitt með að losa sig við eitt og annað úr fortíðinni. Hádegisverðurinn fer úr böndunum. Drepfyndið nýtt verk eftir eitt af okkar reyndustu leikskáldum.

Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu.
Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Ljósmynd/Þjóðleikhúsið
mbl.is