Mikilvægustu kassarnir þegar flutt er

Flutningasérfræðingar (já – slíkir sérfræðingar eru til) hafa ljóstrað því upp hvaða er mikilvægast þegar flutt er.

Segja téðir sérfræðingarnir að tveir kassar séu allra mikilvægastir í fluttningum. Annars vegar er það næturkassinn sem inniheldur föt til skiptanna, náttföt, tannbursta og helsta snyrtidót og klósettpappír.

Hinn kassinn ætti að innihalda helstu verkfæri og hreingerningardót.

Við mælum ekki gegn þessum góðu ráðum enda virðist þetta nokkuð rökrétt. Við fluttninga þarf alltaf að nota verkfæri við alls konar – hvort sem er til að laga eða setja saman húsgötn, hengja upp myndir eða skrúfa eitthvað upp. Þrifgræjurnar eru síðan jafn nauðsynlegar því maður vill hafa allt fínt á nýja heimilinu.

mbl.is