Bæklingur ársins kemur í vikunni

Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Hér erum við ekki að tala um IKEA bæklinginn – þótt hann sé vissulega burðarás í íslensku innkaupalífi – þá toppar hann ekki bæklinginn sem hefur verið ómissandi hluti af íslenskum bakstri undanfarna þrjá áratugi. Við erum að sjálfsögðu að tala um Kökubækling Nóa Síríus en hann er væntanlegur í verslanir á næstu dögum.

Það er engin önnur en Linda Ben sem hafði veg og vanda að bæklingnum í ár sem er fullkomlega rökrétt val í ljósi þess að hún gaf út metsölubókina Kökur í fyrra.

„Við erum afar stolt af kökubæklingnum sem er fyrir löngu orðinn ómissandi í eldhúsum landsmanna og á mörgum heimilum markar útgáfa hans upphafið að undirbúningi hátíðanna,“ segir Silja Mist Sigurkarlsdóttir markaðsstjóri Nóa Síríus. „Á hverju ári er lögð mikil vinna í bæklinginn og í ár er það engin önnur en Linda Ben sem sér um gómsætt úrval girnilegra uppskrifta. Það munu því eflaust margir bragðlaukar kætast við að prófa þessar fjölbreyttu og bragðgóðu uppskriftir,“ bætir Silja við en bæklingurinn er væntanlegur í verslanir á næstu dögum, eins og áður segir.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert