Húsráðið sem slær allt annað út af borðinu

Góð þvottavél er gulli betri.
Góð þvottavél er gulli betri. mbl.is/

Og við sem héldum að við værum búin að sjá flest allt er snýr að húsráðum og hagnýtum lausnum fyrir heimilið. En nei, aldeilis ekki! Hér er á ferðinni húsráð sem mætti kallast „tímamótatrix“ – svo snjallt er það. Hér segjum við ykkur frá því hvernig þú sópar að þér öllu ryki og hárum á einn stað í þvottavélinni.

Þú einfaldlega setur þvottinn í vélina og lætur einn lítinn plastpoka fylgja með. Því næst þværðu eins og vani og venja er og pokinn mun safna öllu ryki og hárum saman á einn stað. Hljómar eins og lygasaga, en á víst að svínvirka.

Prófaðu næst að setja plastpoka með í þvottavélina.
Prófaðu næst að setja plastpoka með í þvottavélina. Mbl.is/TikTok_ramin2025
Pokinn mun sanka að sér öllum hárum og rykhnoðrum.
Pokinn mun sanka að sér öllum hárum og rykhnoðrum. Mbl.is/TikTok_ramin2025
mbl.is