Stórfréttir fyrir Skittles aðdáendur

Sælgætið sem smakkast eins og regnboginn.
Sælgætið sem smakkast eins og regnboginn. Mbl.is/Getty

Eftir átta ára sambúð, hefur Skittles tekið bragðtegundina „græn epli“ úr regnbogann.

Bragðtegundin „græn epli“ var sett fyrst á markað árið 2013, er framleiðandinn skipti út sítrusávöxtinum lime fyrir eplin. Nú átta árum seinna hefur Skittles skipt aftur yfir í gamla farið og sett lime í pakkningarnar, eða rétt eins og þeir kynntu Skittles fyrst til leiks árið 1979 með bragðtegundunum sítrónu, appelsínu, lime, jarðaber og vínber. Og eins og segir í fréttatilkynningu, þá er lime komið til að vera – og mun fullkomna regnbogann. Það munu ekki vera neinar aðrar breytingar á í framtíðinni, að sögn talsmanna Skittles, sem lofa að hér sé ekkert verið að fara snúa við aftur.

Grænu eplin voru þó ekki óvinsælasta bragðið af þeim öllum, því árið 2019 var gerð könnun sem leiddi í ljós að gulur væri óvinsælasti liturinn. En sitt sýnist hverjum!  

Mbl.is/MARS INC
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert