Grískar verðlaunaolíur nýjung hér á landi

Margverðlaunaðar grískar ólífuolíur nú fáanlegar hér á landi.
Margverðlaunaðar grískar ólífuolíur nú fáanlegar hér á landi. Mbl.is/Instagram_Sigmaektagrískt

Við rákumst á nýjar tegundir af ólífuolíu sem þykja einstaklega vandaðar og bragðgóðar, og eru loksins fáanlegar hér á landi.

Hér ræðir um hágæðajómfrúarólífuolíur frá gríska fjölskyldufyrirtækinu Andriotis sem hefur sérhæft sig í ólífuolíum í meira en 50 ár – en höfuðstöðvar þeirra má finna á sólríku eyjunni Korfú. Olíurnar eru margverðlaunaðar um allan heim, bæði fyrir gæði svo og hönnun umbúðanna. Flaskan er 100% náttúruleg og viðartappinn handgerður úr greinum ólífutrjánna.

Olíurnar eru ný viðbót hjá Sigma – ekta grískt, en þar á bak við standa hjónin Sandra Steinarsdóttir og landsliðsmaðurinn Ögmundur Kristinsson. Þess má geta að þau flytja einnig inn grísk vín sem finna má í vefverslun Vínbúðarinnar eða HÉR. Nýju ólífuolíurnar eru einnig mættar í verslanir og má finna í versluninni Kokku, Melabúðinni, Sælkerabúðinni og Epal.

Landsliðsmaðurinn Ögmundur Kristinsson og eiginkona hans Sandra Steinarsdóttir flytja inn …
Landsliðsmaðurinn Ögmundur Kristinsson og eiginkona hans Sandra Steinarsdóttir flytja inn vín og ólífuolíur frá Grikklandi. mbl.is/
mbl.is